Armar

10358923_811152548909399_7219857417217809026_o

ARMAR er stærsta leigufyrirtæki í byggingaiðnaði á Íslandi og státar af bílum,
tækjum og fjölbreyttum vélakosti á flestum verkstöðum um land allt.

Höfuðstöðvar eru í Kaplahrauni 2-4 í Hafnarfirði.

ARMAR Vinnulyftur ehf  var stofnað árið 1999 og samanstóð vélakosturinn af einum
glussakrana til útleigu. Árið 2001 stækkaði leigan heldur betur með kaupum á tíu vinnulyftum,
bæði skæra- og spjótlyftum. Fyrirtækið óx svo jafnt og þétt næstu ár þar á eftir og árið 2005
voru leigutækin orðin rúmlega hundrað. Í dag er tækjafloti Arma Vinnulyftna kominn í rúmlega
fjögur hundruð og samanstendur hann af skæralyftum, spjótlyftum, lyfturum, skotbómulyfturum,
rafstöðvum og öðrum smærri tækjum sem tengjast byggingariðnaði og öðrum framkvæmdum.

 

Árið 2008 juku ARMAR umsvif sín í byggingageiranum með stofnun ARMA Móta & krana ehf,
systurfélags Vinnulyftna. Með byggingakrana, steypumót og steypuíhluti til leigu eru ARMAR
nú leiðandi í útleigu/sölu á efni til bygginga- og steypuframkvæmda.

 

Árið 2010 bættist svo önnur rós í hnappagat ARMA þegar ARMAR Jarðvélaleiga ehf varstor_grafa
stofnuð. Þar sem framkvæmdir á við virkjanir og álver, gangnagerð og ýmis stærri mannvirki
hafa aukist til muna undanfarin ár, hefur eftirspurn eftir stórum þungavinnuvélum einnig aukist
samhliða því. Til að svara þeirri eftirspurn ákváðu Armar því að bjóða viðskiptavinum sínum upp
á stórar hjólagröfur, beltagröfur, ýtur og búkollur til leigu.

 

Nú síðast, árið 2013, stækkuðu ARMAR enn fremur þjónustusvið sitt með því að bjóða bíla til
leigu. Viðskipti ARMA Bíla ehf beinast ekki að hinum almenna ferðaþjónustumarkaði,
heldur eru flestir bílarnir sérútbúnir til þess að geta nýst verktökum á vegum út um allt land,
jafnvel þeim sem erfiðir eru yfirferðar.

 

Í stuttu máli skiptist Armar ehf niður í fjögur sjálfstæð félög:
ARMAR VINNULYFTUR ehf, stofnað árið 1999
ARMAR MÓT & KRANAR ehf, stofnað árið 2008steypumót
ARMAR JARÐVÉLALEIGA ehf, stofnað árið 2010
ARMAR BÍLAR ehf, stofnað árið 2013

ARMAR leggja metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum góða og heiðarlega þjónustu og
umfram allt – besta mögulegan bíla- og tækjakost!

Hvort heldur sem þú leigir skæralyftu, byggingakrana, búkollu eða bíl geturðu verið viss um að
þú sért að fá tæki sem er öruggt og vel yfirfarið af hæfum starfsmönnum ARMA.