Upplýsingar

Hvernig lyftu þarftu?

-Ef þú kemst upp að byggingunni sem þú ert að fara að vinna við (þ.e. þarft bara að fara beint upp og niður) myndi skæralyfta henta þér vel. -Hinsvegar, ef þú þarft að teygja þig yfirgangstétt, limgerðieða jafnvel út fyrir horn, myndi spjótlyfta henta vel.

Utan- eða innandyra?

– Ef verkið er innandyra þarftu rafmagnslyftu á hvítum dekkjum sem skemma ekki gólfefni o.þ.h. – Ef verkið er utandyra og ekki aðgangur að rafmagni þarftu díseldrifna lyftu.

Hve hátt?

-Við eigum vélar sem ná allt frá 5m uppí 40m vinnuhæð. Gott er að miða við að hver hæðí húsi þurfi 3 metra.

Ekkert rafmagn?

– Þarftu rafmagnslyftu en kemst hvergi í rafmagn á verkstað? Við leigjum út rafstöðvar í öllum stærðum.

Allar okkar vélar eru mjög einfaldar í notkun og er farið yfir virkni stjórntækja og öryggisatriði með leigutaka við hverja útleigu.Ef þú ert ennþá í vafa eða hefur spurningar sem þú finnur ekki svör við í bæklingnum, ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 565-4646.

SKÆRALYFTUR

Skæralyfturnar eru vinnuþjarkar með stórum vinnupöllum og geta lyft miklum þunga í mikla hæð.Þær ganga lóðrétt og þurfa því að standa upp viðverkið/byggingunasemvinnaávið. Flestar skæralyftur eru með vinnupöllum/körfum sem hægt er að stækka út, jafnvel út frá báðum hliðum.Þær stærstu bjóða því upp á umtalsvert vinnupláss fyrir nokkra aðila, allt að 12 fermetrum. Á dísellyftunum er afréttingabúnaður svo hægt er að vinna á undirlagi sem hallar. Rafmagnsskæralyftur henta best sem innilyftur og þurfa 220volta hleðslu. Þær eru á mjúkum, hvítum dekkjum til að koma í veg fyrir skemmdir á gólfefnum og eru því tilvaldar í ýmis verkefni innandyra, .s.s að mála loft o.fl. Mjög meðfærilegar og þægilegar vinnulyftur. Díselskæra lyfturhenta best til útiverka. Smærri lyfturnar (t.d. Genie GS-3268) eru tilvaldar í minni verk (t.d. þakviðgerðir) því þær er hægt að keyra inn í garða án þess að þungi þeirra skemmi flötina. Stærri lyfturnar eru hins vegar orðnar það þungar að þær eru nær einungis notaðar á byggingasvæðum og í umsvifameiri verk.

SPJÓTLYFTUR

Helsti kostur við spjótlyfturnar er að hægt er að hafa þær langt frá vinnustað því þær ná auðveldlega yfirskurði, þök,garða eða önnur tæki.Þær eru gríðarlega öflugar og hraðvirkar og henta mjög vel í öll verkutandyra. Spjótlyftur komast hærra enn skæralyftur ogvinnupallurinn/ karfan er oftast nær minni en á skæralyftunum. Þær lyfta ekki eins miklum þunga og skæralyftur en eru handhægari og henta betur ef oft þarf að breyta staðsetningu lyftunnar.

Z-SPJÓTLYFTUR

Allar Z-spjótlyfturnar eru byggðar þannig að mótvægið (ballest) fer ekki út fyrir hjólastellið (i.e.zero tailswing). Þar af leiðandi henta Z-spjótin vel við mikil þrengsli t.d. í verksmiðjur þar sem gangar eru mjóir og spjótin þurfa að ná yfir rör, rekka og aðrar hindranir.

SKOTBÓMULYFTARAR

Skotbómulyftararnir eru sérlega lipur tæki semn ýtast vel á stórumbyggingasvæðum.Þeir eru búnir góðu ökumannshúsi, fjórhjóladrifi og fjórhjólastýri. Auk þess bjóða þeir upp á að nota skóflu eða vélsóp í stað gaffla. Einnig eigum við nokkrar gerðir af skotbómulyfturum með snúningskrans.

ÖNNUR TÆKI

Það getur verið erfitt að komast í rafmagn á byggingasvæðum og þá getur verið gott að hafa rafstöð tiltaks. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval rafstöðva, allt frá 2,5kw upp í 160kw. Þær minnstu henta vel fyrir handverkfæri, eru meðfærilegar fyrirferðalitlar og auðveldar í flutningi. Hinar stærri geta séð heilu vinnusvæði fyrir rafmagni en eru þá um leið orðnar mun fyrirferðameiri. Allar rafstöðvarnar eru öruggar og einfaldar í notkun, ásamt því að vera mjög hljóðlátar.