Fréttir

31.10.2016 – Starfsmaður óskast!

armar

 

22.6.2016

Við í Örmum ætlum að herma eftir stórum hluta íslenskra fyrirtækja og loka kl.16.00 í dag. Ástæðan er klárlega leikur Íslands og Austurríkis á EM í Frakklandi á eftir :) :)

Við sendum strákunum okkar sterka Armastrauma og ef við komumst áfram í 16 liða úrslit verður örugglega lokað hjá okkur fram í september – GRÍN!

Hér er mikil spenna og eftirvænting og við vonum að við mætum skilningi fyrir þessum eina klukkutíma sem við ætlum að fá að stela af afgreiðslutímanum.

ÁFRAM ÍSLAND!!!

20160622_152243 20160622_152338

 

Kær kveðja,
Armar og allir Armalingarnir

 

 

 

 

20.4.2016
Við höfum lokað á morgun, Sumardaginn fyrsta. Sjáumst hress og kát í sumarskapi föstudaginn 22.apríl,
images

Gleðilegt sumar!
Kv, Armar

 

 

 

18.3.2016

Vorið er á næsta leyti og við bíðum spennt eftir verkefnum sumarsins :)
Hér fyrir neðan er mynd af nýju SX-150 spjótlyftunni okkar að vinnu………hún fer í 48m vinnuhæð þessi elska!
IMG_4553 (960x1280)

Góða helgi og gleðilega páska :)

Kv, Armar

7.3.2016

Við í Örmum þökkum öllum sem sáu sér fært að heimsækja okkur á básinn okkar á sýningunni Verk og vit, kærlega fyrir komuna!
Við erum hæstánægð með hvernig til tókst og langar mig sérstaklega til að þakka Steinari hjá Exton fyrir frábæra þjónustu og aðstoð við uppsetningu á trússramma og ljósum. Þvílíkur snillingur þar á ferð!

Lifið heil :)

20160303_172538 (1024x576)

Kær kveðja,
Agnes Armalína

 

17.2.2016

Nú verður sýningin Verk og vit 2016 haldin í Laugardalshöll dagana 3.-6.mars nk.

Armar verða með bása á sýningunni þar sem við ætlum að sýna brot af því helsta sem við höfum til leigu. Við bendum viðskiptavinum okkar sem og öðrum áhugamönnum um íslenskan byggingariðnað að skella sér á sýninguna og koma og heimsækja okkur í básana okkar :)

Endilega kíkið á heimasíðu sýningarinnar og kynnið ykkur málið nánar, þar koma fram opnunartímar, miðaverð og fleiri fróðlegar upplýsingar.

http://verkogvit.is/

Sjáumst á Verk og vit! Verið velkomin!

vv-merki

armar_vinnulyftur        20160130_114143 (1024x576)

 

 

 

 

16.10.2015

BLEIKUR DAGUR Í ÖRMUM!

 

2015-10-16 12.45.46 - Copy (1024x576)

Tvímælalaust sigurvegarar dagsins, svona á að gera þetta!!

 

Teddi_Petur - Copy (1024x576)

 

 

 

 

 

 

 

12.6.2015<

Í gærkvöldi fór nýja S-85 spjótið okkar í smá björgunarleiðangur niðrí Laugardalshöll. Uppi í rjáfrinu var þetta fína krummahreiður og krummakrílin búin að drita yfir hálfa stúkuna, obbosí.
Ákveðið var að fjarlægja ekki hreiðrið heldur leggja segldúk undir það og leyfa Krumma þar með að klára að koma ungunum sínum á legg. Ótrúlega flott lausn, starfsmenn Laugardalsvallarins eiga hrós skilið!

Klár Krummi………náði sér í frábær stúkusæti fyrir Ísland – Tékkland í kvöld :)

Meðfylgjandi eru myndir af framkvæmdinni. Og að lokum………….áfram Ísland!!!!!!

krummalyfta - Copy (1024x683)   krummi (1024x683) krummar - Copy (1024x683)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

23.2.2015

Jæja, vefsíðan er hægt og rólega að taka á sig endanlega mynd!
Það var svo fallegt veður í dag að við ákváðum að rölta smá hring um útisvæðið og taka myndir. Látum nokkrar fylgja með hér fyrir neðan. Á morgun mun svo fara fram formleg starfsmannamyndataka svo hægt verði að setja inn almennilegar upplýsingar um mannauðinn hérna í Örmum. Starfsmenn Arma hafa verið varaðir við og verða sendir beint heim í sturtu að skrúbba sig.

Annars er allt gott að frétta héðan úr Kaplahrauninu. Við höfum verið að bæta aðeins í flotann hjá okkur, bæði af skæra- og spjótlyftum, og erum aldeilis reiðubúin í hasarinn sem fylgir hækkandi sól! ;)

Með kveðju, Armar

Utisvaedi_1 CAT_323E Utisvaedi_4