Rafstöðvar

Rafstöðvar

VINNULYFTUR

Armar Vinnulyftur bjóða upp á breytt úrval af rafstöðvum allt frá 1 kw til 160 kw. Rafstöðvar sem eru yfir 15 kw eru allar í hljóðeinangruðum kössum og því afar hljóðlátar. Allar rafstöðvarnar eru með úrtökum fyrir 220v/16A og 3x380v  16/32/63A og einnig er hægt að beintengja stærri rafstöðvarnar.
Til að finna út orkuþörf má miða við að borvél tekur um 0,5 kw, steypuhrærivél um 2 kw, meðalstjór byggingakrani um 70 kw. Einnig er að sjálfsögðu alltaf hægt að hafa samband við starfsmann Arma Vinnulyftna og fá aðstoð við að áætla orkuþörf/stærð rafstöðvar. Rafstöð þarf að vera um það bil þrisvar sinnum stærri en rafmótor tækis sem verið er að nota.
Athugið að allar rafstöðvar þarf að jarðtengja með jarðskauti.