Armar er stærsta leigufyrirtæki í byggingaiðnaði á Íslandi og státar af fjölbreyttum vélakosti, steypumótum og bílum á verkstöðum um land allt

1999

Fyrirtækið var stofnað og samanstóð vélakosturinn af einum glussakrana til útleigu

2001

Stækkaði leigan með kaupum á tíu vinnulyftum, bæði skæra- og spjótlyftum

2005

Fyrirtækið óx svo jafnt og þétt og árið 2005 voru leigutækin orðin rúmlega hundrað.

2008

Armar kaupa fyrirtækið Mót og kranar ehf. og demba sér í mótabransann.

2010

Armar Jarðvélar ehf. stofnað og fyrstu gröfur og búkollur fyrirtækisins keyptar og settar í leigu.

2013

Armar Bílar ehf. er stofnað til að veita aukið vöruúrval og betri þjónustu með rekstrarleigu á bílum til núverandi viðskiptavina Arma.

2014

Armar flytja í nýjar höfuðstöðvar að Kaplahrauni 2-4 í Hafnarfirði þar sem öll starfsemin sameinast undir einum hatti.

2017

Armar fá umboð fyrir Genie lyftur á Íslandi frá Heimi og Lárusi ehf. eftir áralangt farsælt samstarf.

Floti Arma Vinnulyftna ehf. er fjölbreytilegur og samanstendur af skæralyftum, spjótlyftum, lyfturum, skotbómulyfturum, rafstöðvum og öðrum smærri tækjum sem tengjast byggingariðnaði og öðrum framkvæmdum.

 

Vinnulyfta Genie Armar

Sérhæfa sig í útleigu á steypumótum, undirsláttarkerfum og byggingakrönum. Sem og sölu á steypufylgihlutum.

Við erum umboðsaðilar Peri á Íslandi.

Bjóða upp á mikið úrval af vélum til jarðvinnu. Hjóla- og beltagröfur, búkollur, jarðýtur o.fl.

Býður upp á fjölbreytt úrval af bílum, allt frá smábílum til stærri jeppa og pallbíla eins og t.d. Toyota HiLux, Toyota Land Cruiser, Nissan Leaf, rafmagns Renault Kangoo eða Land Rover Discovery.

Markmið Arma Bíla er að veita núverandi viðskiptavinum Arma aukið vöruúrval og betri þjónustu.

Armar Bílar býður upp á rekstrarleigu á bílum, jafnt nýjum sem notuðum, allt frá 6 mánuðum til 5 ára, gegn föstu mánaðargjaldi.

    Add Your Heading Text Here

    • DEILDIR

    • DEILDIR